Brauð ársins 2024

24
Jan

Brauð ársins 2024

Eyjólfur Hafsteinsson hjá Bakarameistaranum sigraði í keppninni Brauð ársins 2024.

Landsamband bakarameistara stóð fyrir keppni um brauð ársins 2024. Sjö frábærar brauðtegundir kepptu til úrslita í keppninni en brauð Eyjólfs Hafsteinssonar, bakarameistara, fór með sigur af hólmi.  

Brauð ársins 2024 er súdeigsbrauð sem samanstendur af íslensku byggi frá Móður náttúru og spíruðu rúgkorni, sesamfræjum og chiagraut. Að mati dómnefndar er Brauð ársins einstaklega mjúkt og bragðmikið með brakandi skorpu. Að þessu sinni skipuðu þau Árni Þorvarðarson, bakarameistara og deildarstjóra bakariðnar hjá MK, Berglindi Festival Pétursdóttir, fjölmiðlakona og brauðunnandi og Sjöfn Þórðardóttir, blaðamaður hjá MBL.is dómnefnd og var einróma í áliti sínu.

Brauð ársins fer í sölu á fimmtudaginn í bakaríum Landssambands bakarameistara

Galdurinn við að grennast með brauðáti!

05
Jan

Galdurinn við að grennast með brauðáti!

Þýski bakara- og konditormeistarinn Axel Schmitt gaf út á dögunum bókina Að grennast með brauðáti (þ. Schlank mit Brot). Í bókinni er að finna fjölmargar uppskriftir og ítarlegar upplýsingar á því hvernig Schmitt náði að grennast á brauðneyslu. 

Í bókinni er einnig að finna ýmis næringarráð og girnilegar uppskriftir. 

Fréttin var birt á mbl.is 

Hátíðarkveðja frá stjórn Landssambandi bakarameistara

03
Jan

Hátíðarkveðja frá stjórn Landssambandi bakarameistara

Stjórn Landssambands bakarameistara óskar félagsmönnum og öllum bökurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökkum fyrir árið sem er að líða. 

 

Nina Métayer fyrst kvenna sem kökugerðarmaður ársins

20
Des

Nina Métayer fyrst kvenna sem kökugerðarmaður ársins

Franska kökugerðarkonan Nina Métayer var útnenfd Alþjóðlegi kökugerðarmaður ársins af Alþjóðasamtökum bakara og kökugerðarmanna (UIBC). Nina tekur við titlinum af Sigurði Má í Bernhöftsbakaríi sem lyfti titlinum síðast. 

Sigurður sem á dögunum var kosinn í stjórn Alþjóðasamtakanna var einnig sæmdur nýju heiðursmerki samtakanna, Select Club. Af þeim sökum kemur það í hans hlut að velja bakara og kökugerðarmann ársins og skipa í heiðursklúbbinn. 
Í samtali við Morgunblaðið greindi Sigurður frá því að afar ánægjulegt væri að vígja Ninu inn í heiðursklúbbinn, Select Club, sem er hin nýja frægðarhöll bakara og kökugerðarmanna. 
Hin franska Nina hefur vakið mikla athygli á síðustu árum í heimalandi sínu, var til að mynda valin kökugerðarmaður ársins af hinu virta tímariti LeChef og ári síðar hlotnaðist henni sambærilegur heiður þegar franska handbókin Gault & Millau útnefndi hana sem bakara ársins. 

Greint var frá þessu í Morgunblaðinu sem má nálgast hér

Heimsins besta croissant!

09

Heimsins besta croissant!

Íslenska landsliðið í bakstri tók þátt í heimsmeistaramótinu í bakstri sem var haldið í lok októbermánaðar. Er þetta í fyrsta skiptið sem Ísland tekur þátt á heimsmeistaramótinu og þrátt fyrir að komast ekki á verðlaunapall náði liðið frábærum árangri. Dómarar keppninnar völdu croissant íslenska liðsins það besta í flokki hreins croissant. 

Íslenska liðið var skipað þeim Finni Guðbergi Ívarssyni, Stefáni Pétri Bachmann Bjarnasyni og Matthíasi Jóhannessyni sem jafnframt var þjálfari liðsins. 

Morgunblaðið fjallaði ítarlega um keppnina

Formaður Labak í frægðarhöll bakara

25
Okt

Formaður Labak í frægðarhöll bakara

Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara, var tekinn í frægðarhöll bakara og kökugerðarmanna á IBA sýningunni sem haldin var í Munchen á dögunum. 

Frægðarhöllin,  „UIBC SELECT CLUB“, er nýtt heiðursstig Alþjóðasamtaka bakara og konditora og er Sigurður jafnframt sá fyrsti sem tekinn er inn í þá höll. 

 

Morgunblaðið greindi frá

 

 

Hekla Guðrún sigurvegari í Nemakeppni Kornax

15
Okt

Hekla Guðrún sigurvegari í Nemakeppni Kornax

Hekla Guðrún Þrast­ar­dótt­ir bakaranemi hjá Hyg­ge bakaríi sigraði Nemakeppn­i Kornax. Alls voru sex nemendur, allt konur, sem komust í úrslit keppninnar. Í öðru sæti lenti Guðbjörg Sal­vör Skarp­héðins­dótt­ir frá Kök­ulist og í því þriðja lenti Lovísa Þórey Björg­vins­dótt­ir frá Bæj­ar­bakarí Hafnarfirði.

Keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 1998 og hefur Kornax verið meginstyrktaraðili keppninnar frá upphafi. Eins og síðustu ár veitti Landssamband bakarameistara þremur efstu keppendum vegleg þátttökuverðlaun.

Matarblað Morgunblaðsins fjallaði faglega um keppnina á MBL.is

 

 

 

Glæsilegustu súrdeigsbrauð landsins

01
Okt

Glæsilegustu súrdeigsbrauð landsins

 

Námskeið í skurði og skreytingum á súrdeigsbrauðum var haldið dagana 28. og 29. september í bakaradeild Menntaskólans í Kópavogi. Námskeiðið, sem Danól stóð fyrir, var ætlað að auka þekkingu og kynna fyrir bökurum og bakaranemum nýjar aðferðir sem gætu nýst bakarastéttinni. Þrír bakarar, á vegum Ireks, birgja í bakstursvörum, sáum um kennslu á hinum ýmsu aðferðum og brauðskurði súrdeigsbrauða.

Ítarlega var fjallað um námskeiðið í matarblaði Morgunblaðsins

Landsliðs bakara í 2. sæti á Norðurlandamótinu

18
Sep

Landsliðs bakara í 2. sæti á Norðurlandamótinu

Landslið íslenskra bakara hreppti 2. sætið á Norðurlandameistaramóti bakara, Nordic Cup, sem var haldið í Weinheim í Þýskalandi dagana 11.-12. september. Þetta er besti árangur sem náðst hefur hjá liðinu frá upphafi. Viðstaddur keppnina var formaður Landssambands bakarameistara, Sigurður Már Guðjónsson.

Ítarlegri fréttir um keppnina birtist í Morgunblaðinu og á vef mbl.is 

Á myndinni eru frá vinstri:
Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara. Árni Þorvarðarson, landsliðsþjálfari. Stefán Pétur Bachmann, frá Hygge bakaríi. Matthías Jóhannesson, frá Passion bakaríi og Smári Yngvason, hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri

 

Brezel kringlan er bökuð á Íslandi

23

Brezel kringlan er bökuð á Íslandi

Brezel er rakið til suður Þýskalands, réttara til Baden Württem­berg í Þýskalandi. Brezel hef­ur verið í skjaldar­merki þýskra bak­ara í tæp 1000 ár en elstu heim­ild­ir um brezel ná aft­ur til 5. ald­ar eft­ir Krist og er það talið tengjast í róm­verska hring­brauðinu. Að jafnaði er talað um þrjár mis­mun­andi teg­und­ir af brezel eða „Die schwäbische Brezel“, „Die bayerische Brezen“ og „Die badische Brezel“. Þetta er meðal efnis sem fram kom í viðtali við Sigurð Má Guðjónsson, formanni Landssamband bakarameistara, í morgunblaðinu þann 29. maí sl. Sigurður sem á og rekur Bernhöftsbakarí bakar daglega brezel sem á rætur að rekja til Sváfalands eða Swaben-héraðs í Bæjaralandi. 

Viðtalið við Sigurð má lesa á vef Morgunblaðsins    

 

Síða 1 af 5