Landsliðs bakara í 2. sæti á Norðurlandamótinu

18
Sep

Landsliðs bakara í 2. sæti á Norðurlandamótinu

Landslið íslenskra bakara hreppti 2. sætið á Norðurlandameistaramóti bakara, Nordic Cup, sem var haldið í Weinheim í Þýskalandi dagana 11.-12. september. Þetta er besti árangur sem náðst hefur hjá liðinu frá upphafi. Viðstaddur keppnina var formaður Landssambands bakarameistara, Sigurður Már Guðjónsson.

Ítarlegri fréttir um keppnina birtist í Morgunblaðinu og á vef mbl.is 

Á myndinni eru frá vinstri:
Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara. Árni Þorvarðarson, landsliðsþjálfari. Stefán Pétur Bachmann, frá Hygge bakaríi. Matthías Jóhannesson, frá Passion bakaríi og Smári Yngvason, hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri

 

Brezel kringlan er bökuð á Íslandi

23

Brezel kringlan er bökuð á Íslandi

Brezel er rakið til suður Þýskalands, réttara til Baden Württem­berg í Þýskalandi. Brezel hef­ur verið í skjaldar­merki þýskra bak­ara í tæp 1000 ár en elstu heim­ild­ir um brezel ná aft­ur til 5. ald­ar eft­ir Krist og er það talið tengjast í róm­verska hring­brauðinu. Að jafnaði er talað um þrjár mis­mun­andi teg­und­ir af brezel eða „Die schwäbische Brezel“, „Die bayerische Brezen“ og „Die badische Brezel“. Þetta er meðal efnis sem fram kom í viðtali við Sigurð Má Guðjónsson, formanni Landssamband bakarameistara, í morgunblaðinu þann 29. maí sl. Sigurður sem á og rekur Bernhöftsbakarí bakar daglega brezel sem á rætur að rekja til Sváfalands eða Swaben-héraðs í Bæjaralandi. 

Viðtalið við Sigurð má lesa á vef Morgunblaðsins    

 

Fagnefnd danskra bakara og kökugerðarmanna í heimsókn

22

Fagnefnd danskra bakara og kökugerðarmanna í heimsókn

Tíu manna hópur starfsmanna og stjórnarmeðlima sameiginlegu fagnefndar fyrir bakara og kökugerðarmanna í Danmörku, DFFU (d. Det Faglige Fællesudvalg) heimsótti Ísland á dögunum. Meðal annars heimsótti hópurinn Menntaskólann í Kópavogi og hlutu höfðinglegar viðtökur hjá Árni og Ásgeir, fagkennurum, sem kynnti fyrir þeim bakaradeildina. Sigurður Már, formaður Landssambands bakarameistara, fór með gestina í fimm bakarí á höfuðborgarsvæðinu.  

Hlutverk dönsku fagnefndarinnar er að sjá um alla þætti menntunar fyrir bakara og kökugerðarmenn. Fagnefndin hefur til að mynda yfirumsjón með allri umsýslu sveinsprófa, námssamninga og heimilar fyrirtækjum að taka nema. Þá sér fagnefndin um heiðursorður til einstaklinga sem hafa skilað framúrskarandi árangri í námi og margt fleira. Fagnefndin er rekin í samvinnu vinnuveitenda og launþega.  

https://www.dffu.dk/

Sjö bakaranemar þreyttu sveinspróf

26
Ma

Sjö bakaranemar þreyttu sveinspróf

Sveins­próf í bak­araiðn fór fram í Hót­el- og mat­væla­skól­an­um í Kópa­vogi. Alls tóku sjö nem­ar sveins­prófið sem skipt er upp í munnlegt fagpróf og verklegt próf. 

Meðal þeirra sjö sem þreyttu prófið voru, frá vinstri á mynd, þau Den­is An­astasia Su­djono, Ástrós Elísa Eyþórs­dótt­ir og Ari Stan­islaw Daní­els­son. 

Ítarlegri umföllun má finna á Mbl.is

Ný stjórn Landssambands bakarameistara

04
Ma

Ný stjórn Landssambands bakarameistara

Ný stjórn Landssambands bakarameistara var kosin á aðalfundi sambandsins sem fór fram á Fosshóteli í  Reykholti fyrir skömmu. Í stjórn eru Sigurður Már Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi og jafnframt formaður félagsins, Sigurbjörg Sigþórsdóttir hjá Bakarameistaranum og Vilhjálmur Þorláksson hjá Gæðabakstri/Ömmmubakstri. Varamenn í stjórn eru þeir Sigurjón Héðinsson hjá Sigurjónsbakaríi og Sigurður Örn Þorleifsson hjá Bæjarbakaríi.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Örn Þorleifsson, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, Vilhjálmur Þorláksson, Sigurður Már Guðjónssn og Sigurjón Héðinsson. 

Josep Pascual með vinnusmiðju á Íslandi

28
Mar

Josep Pascual með vinnusmiðju á Íslandi

Hinn heimsþekkti stórbakari Josep Pascual verður með vinnusmiðju í bakaradeild MK dagana 17. - 20. april nk. 

Á þessari fjögurra daga vinnusmiðju fer Pascual yfir víðan völl.

Fyrstu tveir dagarnir eru helgaðir brauði þar sem farið verður meðal annars yfir 20 mismunandi, áferðir, bökunartækni og hönnun. Síðari tveir dagarnir fara í að skoða sætabrauð og verður meðal annars skoðaðar mismunandi leiðir til gerjunar, skreytingar og hvernig má virkja sköpunargáfu í þeirri vinnu. 

 

Þetta er sannkallaður hvalreki fyrir íslenska bakara enda er Josep Pascual margverðlaunaður bakari, yfirþjálfari spænska landsliðsins í bakstri og situr í dómnefnd á heimsmeistaramóti í bakstri. 

Nánari upplýsingar og skráning er að finna á vef Iðunnar: Josep Pasucal á Íslandi

 

Landssamband bakarameistara vekur athygli á að félagsmenn greiða einungis 25 þúsund fyrir námskeiðið en fullt verð er 100 þúsund krónur. 

Finnur Guðberg Ívarsson Íslandsmeistari ungbakara

20
Mar

Finnur Guðberg Ívarsson Íslandsmeistari ungbakara

Íslandsmeistaramót í iðn- og verkgreinum var haldið í Laugardalshöll dagana 16. - 18. mars. 

Á mótinu, sem er samvinnuverkefni mennta- og barnamálaráðuneytis, sveitarfélaga og fagfélaga iðn- og starfsgreina, var keppt í 22 faggreinum.

Í bakaraiðn öttu kappi þau Hekla Guðrún Þrastardóttir, Matthías Jóhannesson og Finnur Guðberg Ívarsson þar sem Finnur stóð uppi sem sigurvegari. 

Landssamband bakarameistara veitti keppendum vegleg verðlaun og óskar þeim öllum innilega til hamingju með frábæra keppni. 

Formaður Landssambands bakarameistara, dómarar og keppendur

Finnur stóð uppi sem sigurvegari

Finnur stóð uppi sem sigurvegari

Matthías, Hekla og Finnur

Matthías, Hekla og Finnur 

Landssamband bakarameistara veitti keppendum verðlaun

Landssamband bakarameistara veitti keppendum vegleg verðlaun en að auki fékk Finnur eignarbikar fyrir sigur.

 

 

Forðumst fúsk og svarta atvinnustarfsemi

03
Mar

Forðumst fúsk og svarta atvinnustarfsemi

Sig­urður Már Guðjóns­son, formaður Lands­sam­bands bak­ara­meist­ara, varar við fúski og svartri atvinnustarfsemi. 

Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Sigurð þar sem hann bendir á þær hættur sem við blasa í áformum Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur ráðherra, iðnaðar, há­skóla og ný­sköp­un­ar, um að leggja niður nú­ver­andi kerfi um lög­vernd­un starfs­greina aðför að fag­mennsku. Sigurður ótt­ast að svört at­vinnu­starf­semi og fúsk muni taka við. 

Í viðtalinu kemur fram að Sigurður telur þau áform ráðuneytis um að að forgangsraða hvar lögverndun er mikilvæg og að ryðja í burt aðgangshindrunum glapræði. Því til stuðnings bendir hann á að í Þýskalandi hafi lög­vernd­un starfs­heita verið gef­in frjálst árið 2004 en Þjóðverj­ar hafi tekið upp fyrra fyr­ir­komu­lag lög­vernd­un­ar árið 2020 að nýju.  Slíkt mun draga úr fag­mennsku og gæðum og svört at­vinnu­starf­semi mun aukast, segir Sigurður í viðtalinu. 

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni á mbl.is:

Fyrirséð að fúsk muni aukast

Matvælaráðherra tók á móti fyrstu Köku ársins

10
Feb

Matvælaráðherra tók á móti fyrstu Köku ársins

Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók á móti fyrstu Köku ársins 2023 í dag.  Landssamband bakarameistara efndi venju samkvæmt til árlegrar keppni um Köku ársins. Sigurvegari keppninnar að þessu sinni er Guðrún Erla Guðjónsdóttir í Mosfellsbakaríi.

Kaka ársins er með Doré karamellu-mousse með passion-kremi og heslihnetumarengsbotni. Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land í dag í tilefni af Valentínusardegi sem er næstkomandi þriðjudag. Kaka ársins verður til sölu út árið.

Mynd/BIG

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,  Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, Guðrún Erla Guðjónsdóttir í Mosfellsbakaríi, og Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara.

Brauð ársins 2023 er Kamútsúrdeigsbrauð

10
Jan

Brauð ársins 2023 er Kamútsúrdeigsbrauð

Gunnar Jökull Hjaltason hjá Mosfellsbakaríi sigraði í keppninni Brauð ársins 2023

Landsamband bakarameistara stóð fyrir keppni um brauð ársins 2023 á síðasta ári. Alls bárustu 17 brauðtegundir sem kepptu til úrslita í keppninni en dómnefnd var einróma í áliti sínu að kamút-súrdeigsbrauð Gunnars Jökuls Hjaltasonar, bakara hjá Mosfellsbakaríi, færi með sigur af hólmi.

Kamút-hveiti (Khorasanhveiti) er lífrænt heilmalað hveiti og einstaklega bragðgott þar sem það er smjörkennt með ögn hnetukeim. Hveitið er með hærra næringargildi en hefðbundið hveiti og um 20-40% hærra próteininnihald. Brauðið er því einstaklega bragðgott súrdeigsbrauð með chiafræjum og haframjöli.  Ekki er vitað nákvæmlega um uppruna kamút-eða Khorasanhveitis en sögur herma að hveititegundin hafi meðal annars fundist í grafhýsi Tutankhamun, konung Egypta sem uppi var á 14. öld fyrir Krist.

Landssamband bakarameistara óskar Gunnari Jökli til hamingju með sigurinn.  

Síða 1 af 4