Nám
Bakaraiðn
Bakariðn er löggilt iðngrein. Meginmarkmið námsins er að nemendur hljóti nauðsynlega, almenna og faglega menntun til að takast á við þau störf sem bökurum er nauðsynleg í störfum sínum s.s. þekkingu á hráefni, vélum og tækjum.
Meðalnámstími er fjögur ár, samtals þrjá annir í skóla og 126 vikna starfsþjálfun.
Námið er alls 186 einingar og lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.
Bakari er löggilt iðngrein og er námið kennt í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og Verkmenntaskólann á Akureyri.
Helstu námsgreinar
Sérgreinar tengdar iðninni s.s. bakstur, fagfræði bakara, hráefnisfræði í bakstri, næringarfræði og tungumál fyrir matvæla- og veitingagreinar.
Almennar bóklegar greinar eins og íslenska, stærðfræði og erlend tungumál.
Verkleg þjálfun og tilsögn hjá meistara í faginu.
Sjá nánar Aðalnámskrá framhaldsskóla – Starfsnámsbrautir.
Framhaldsmenntun
Meistaranám í iðninni, nám í tækni- og/eða háskólum ásamt fjölmörgum endurmenntunarnámskeiðum.
Námstími
4 ár
Nám
Kökugerð/ konditor
Kökugerð/Konditori er löggilt iðngrein á Íslandi og námið er að hluta til hægt að læra á Íslandi. Nokkur konditori og bakarí hérlendis eru með nema á samningi og taka nemarnir verklega hlutann hér, en fara til útlanda í skóla. Ekki er möguleiki á að taka allt námið hérlendis. Alltaf verður að fara í skóla og taka sveinspróf erlendis. Flestir nemarnir fara til ZBC í Ringsted í Danmörku, sem er eini skólinn sem býður upp á konditornám í Danmörku.
Helstu námsgreinar
Sérgreinar tengdar iðninni s.s.eftirréttagerð, kökubakstur, konfektgerð, ísgerð, fagfræði konditora, hráefnisfræði í bakstri, næringarfræði, framleiðslutækni og þjónusta og fagreikningur.
Verkleg þjálfun og tilsögn hjá meistara í faginu.
www.dffu.dk
www.bkd.dk
Framhaldsmenntun
Meistaranám í iðninni í MK, nám í tækni- og/eða háskólum ásamt fjölmörgum endurmenntunarnámskeiðum.
Námstími
4 ár og 6 mánuðir
Vilji bakari bæta við sig kökugerð þá tekur námið 1 ár og 6 mánuði.
Starf
Konditor/Kökugerðarmaður
Fyrirtækjalisti
Hvar get ég lært?
Eftirfarandi fyrirtæki eru með gild nemaleyfi, eða eru með nema á samning:
Bakaraiðn:
Almar bakari Hveragerði
Austurströnd ehf/Björnsbakarí vesturbæ Seltjarnarnesi
Bakarameistarinn ehf Reykjavík
Brauða- og kökugerðin ehf Akranesi
Gæðabakstur ehf Reykjavík
Hérastubbur bakari Grindavík
Hjá Jóa Fel-brauð-/kökulist ehf Reykjavík
Kökulist ehf. Hafnarfirði
Mosfellsbakarí ehf Mosfellsbæ
Okkar bakarí ehf. Garðabæ
Reynir bakari ehf Kópavogi
Sandholt ehf Reykjavík
Sveinsbakarí ehf Reykjavík
Kökugerð( konditori):
Bernhöftsbakarí ehf Reykjavík
Brauðgerð Kr. Jónssonar ehf Akureyri
Mosfellsbakarí ehf Mosfellsbæ
Sandholt ehf Reykjavík