Heimsins besta croissant!

09

Heimsins besta croissant!

Íslenska landsliðið í bakstri tók þátt í heimsmeistaramótinu í bakstri sem var haldið í lok októbermánaðar. Er þetta í fyrsta skiptið sem Ísland tekur þátt á heimsmeistaramótinu og þrátt fyrir að komast ekki á verðlaunapall náði liðið frábærum árangri. Dómarar keppninnar völdu croissant íslenska liðsins það besta í flokki hreins croissant. 

Íslenska liðið var skipað þeim Finni Guðbergi Ívarssyni, Stefáni Pétri Bachmann Bjarnasyni og Matthíasi Jóhannessyni sem jafnframt var þjálfari liðsins. 

Morgunblaðið fjallaði ítarlega um keppnina

Formaður Labak í frægðarhöll bakara

25
Okt

Formaður Labak í frægðarhöll bakara

Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara, var tekinn í frægðarhöll bakara og kökugerðarmanna á IBA sýningunni sem haldin var í Munchen á dögunum. 

Frægðarhöllin,  „UIBC SELECT CLUB“, er nýtt heiðursstig Alþjóðasamtaka bakara og konditora og er Sigurður jafnframt sá fyrsti sem tekinn er inn í þá höll. 

 

Morgunblaðið greindi frá

 

 

Hekla Guðrún sigurvegari í Nemakeppni Kornax

15
Okt

Hekla Guðrún sigurvegari í Nemakeppni Kornax

Hekla Guðrún Þrast­ar­dótt­ir bakaranemi hjá Hyg­ge bakaríi sigraði Nemakeppn­i Kornax. Alls voru sex nemendur, allt konur, sem komust í úrslit keppninnar. Í öðru sæti lenti Guðbjörg Sal­vör Skarp­héðins­dótt­ir frá Kök­ulist og í því þriðja lenti Lovísa Þórey Björg­vins­dótt­ir frá Bæj­ar­bakarí Hafnarfirði.

Keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 1998 og hefur Kornax verið meginstyrktaraðili keppninnar frá upphafi. Eins og síðustu ár veitti Landssamband bakarameistara þremur efstu keppendum vegleg þátttökuverðlaun.

Matarblað Morgunblaðsins fjallaði faglega um keppnina á MBL.is

 

 

 

Glæsilegustu súrdeigsbrauð landsins

01
Okt

Glæsilegustu súrdeigsbrauð landsins

 

Námskeið í skurði og skreytingum á súrdeigsbrauðum var haldið dagana 28. og 29. september í bakaradeild Menntaskólans í Kópavogi. Námskeiðið, sem Danól stóð fyrir, var ætlað að auka þekkingu og kynna fyrir bökurum og bakaranemum nýjar aðferðir sem gætu nýst bakarastéttinni. Þrír bakarar, á vegum Ireks, birgja í bakstursvörum, sáum um kennslu á hinum ýmsu aðferðum og brauðskurði súrdeigsbrauða.

Ítarlega var fjallað um námskeiðið í matarblaði Morgunblaðsins

Landsliðs bakara í 2. sæti á Norðurlandamótinu

18
Sep

Landsliðs bakara í 2. sæti á Norðurlandamótinu

Landslið íslenskra bakara hreppti 2. sætið á Norðurlandameistaramóti bakara, Nordic Cup, sem var haldið í Weinheim í Þýskalandi dagana 11.-12. september. Þetta er besti árangur sem náðst hefur hjá liðinu frá upphafi. Viðstaddur keppnina var formaður Landssambands bakarameistara, Sigurður Már Guðjónsson.

Ítarlegri fréttir um keppnina birtist í Morgunblaðinu og á vef mbl.is 

Á myndinni eru frá vinstri:
Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara. Árni Þorvarðarson, landsliðsþjálfari. Stefán Pétur Bachmann, frá Hygge bakaríi. Matthías Jóhannesson, frá Passion bakaríi og Smári Yngvason, hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri

 

Brezel kringlan er bökuð á Íslandi

23

Brezel kringlan er bökuð á Íslandi

Brezel er rakið til suður Þýskalands, réttara til Baden Württem­berg í Þýskalandi. Brezel hef­ur verið í skjaldar­merki þýskra bak­ara í tæp 1000 ár en elstu heim­ild­ir um brezel ná aft­ur til 5. ald­ar eft­ir Krist og er það talið tengjast í róm­verska hring­brauðinu. Að jafnaði er talað um þrjár mis­mun­andi teg­und­ir af brezel eða „Die schwäbische Brezel“, „Die bayerische Brezen“ og „Die badische Brezel“. Þetta er meðal efnis sem fram kom í viðtali við Sigurð Má Guðjónsson, formanni Landssamband bakarameistara, í morgunblaðinu þann 29. maí sl. Sigurður sem á og rekur Bernhöftsbakarí bakar daglega brezel sem á rætur að rekja til Sváfalands eða Swaben-héraðs í Bæjaralandi. 

Viðtalið við Sigurð má lesa á vef Morgunblaðsins    

 

Fagnefnd danskra bakara og kökugerðarmanna í heimsókn

22

Fagnefnd danskra bakara og kökugerðarmanna í heimsókn

Tíu manna hópur starfsmanna og stjórnarmeðlima sameiginlegu fagnefndar fyrir bakara og kökugerðarmanna í Danmörku, DFFU (d. Det Faglige Fællesudvalg) heimsótti Ísland á dögunum. Meðal annars heimsótti hópurinn Menntaskólann í Kópavogi og hlutu höfðinglegar viðtökur hjá Árni og Ásgeir, fagkennurum, sem kynnti fyrir þeim bakaradeildina. Sigurður Már, formaður Landssambands bakarameistara, fór með gestina í fimm bakarí á höfuðborgarsvæðinu.  

Hlutverk dönsku fagnefndarinnar er að sjá um alla þætti menntunar fyrir bakara og kökugerðarmenn. Fagnefndin hefur til að mynda yfirumsjón með allri umsýslu sveinsprófa, námssamninga og heimilar fyrirtækjum að taka nema. Þá sér fagnefndin um heiðursorður til einstaklinga sem hafa skilað framúrskarandi árangri í námi og margt fleira. Fagnefndin er rekin í samvinnu vinnuveitenda og launþega.  

https://www.dffu.dk/

Sjö bakaranemar þreyttu sveinspróf

26
Ma

Sjö bakaranemar þreyttu sveinspróf

Sveins­próf í bak­araiðn fór fram í Hót­el- og mat­væla­skól­an­um í Kópa­vogi. Alls tóku sjö nem­ar sveins­prófið sem skipt er upp í munnlegt fagpróf og verklegt próf. 

Meðal þeirra sjö sem þreyttu prófið voru, frá vinstri á mynd, þau Den­is An­astasia Su­djono, Ástrós Elísa Eyþórs­dótt­ir og Ari Stan­islaw Daní­els­son. 

Ítarlegri umföllun má finna á Mbl.is

Ný stjórn Landssambands bakarameistara

04
Ma

Ný stjórn Landssambands bakarameistara

Ný stjórn Landssambands bakarameistara var kosin á aðalfundi sambandsins sem fór fram á Fosshóteli í  Reykholti fyrir skömmu. Í stjórn eru Sigurður Már Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi og jafnframt formaður félagsins, Sigurbjörg Sigþórsdóttir hjá Bakarameistaranum og Vilhjálmur Þorláksson hjá Gæðabakstri/Ömmmubakstri. Varamenn í stjórn eru þeir Sigurjón Héðinsson hjá Sigurjónsbakaríi og Sigurður Örn Þorleifsson hjá Bæjarbakaríi.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Örn Þorleifsson, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, Vilhjálmur Þorláksson, Sigurður Már Guðjónssn og Sigurjón Héðinsson. 

Josep Pascual með vinnusmiðju á Íslandi

28
Mar

Josep Pascual með vinnusmiðju á Íslandi

Hinn heimsþekkti stórbakari Josep Pascual verður með vinnusmiðju í bakaradeild MK dagana 17. - 20. april nk. 

Á þessari fjögurra daga vinnusmiðju fer Pascual yfir víðan völl.

Fyrstu tveir dagarnir eru helgaðir brauði þar sem farið verður meðal annars yfir 20 mismunandi, áferðir, bökunartækni og hönnun. Síðari tveir dagarnir fara í að skoða sætabrauð og verður meðal annars skoðaðar mismunandi leiðir til gerjunar, skreytingar og hvernig má virkja sköpunargáfu í þeirri vinnu. 

 

Þetta er sannkallaður hvalreki fyrir íslenska bakara enda er Josep Pascual margverðlaunaður bakari, yfirþjálfari spænska landsliðsins í bakstri og situr í dómnefnd á heimsmeistaramóti í bakstri. 

Nánari upplýsingar og skráning er að finna á vef Iðunnar: Josep Pasucal á Íslandi

 

Landssamband bakarameistara vekur athygli á að félagsmenn greiða einungis 25 þúsund fyrir námskeiðið en fullt verð er 100 þúsund krónur. 

Síða 3 af 7