mbl.is/​Arnþór Birk­is­son mbl.is/​Arnþór Birk­is­son mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

17
Okt

Frábær frammistaða í Nemakeppni Kornax

Nemakeppni Kornax fór fram í 26. sinn í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og lauk henni fimmtudaginn 17. október þegar úrslit voru tilkynnt.

 

Alls voru 18 nemar skráðir til leiks að þessu sinni og stóðu þeir sig með stakri prýði. Af þeim komust svo sex nemar áfram í úrslitakeppnina og var samkeppnin afar hörð.

Tinna Sædís Ægisdóttir var hlutskörpust að þessu sinni og hreppti fyrsta sæti keppninnar. Silfrið féll til Karenar Lilju Sveinsdóttur en bronsið fékk Kara Sól Ísleifsdóttir.

 

Umfjöllum og myndir frá keppninni má nálgast á Matarvef mbl.is, hér: https://www.mbl.is/matur/frettir/2024/10/18/tinna_saedis_hreif_med_ser_domarana_alla_leid_a_top/

Deila: