Ný stjórn Landssambands bakarameistara

01

Ný stjórn Landssambands bakarameistara

Ný stjórn Landssambands bakarameistara, LABAK, var kosin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var á Hótel Grímsborgum um síðastliðna helgi. Sigurbjörg Sigþórsdóttir ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður en hún hefur gengt því hlutverki frá því í september á síðasta ári. Nýr formaður LABAK er Hafliði Ragnarsson hjá Mosfellsbakaríi.

Sigurbjörg var kvödd með virktum og henni þakkað óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Stjórn Landssambands bakarameistara skipa þau Almar Þór Þorgeirsson, Davíð Þór Vilhjálmsson, Róbert Óttarsson og Sigurbjörg Sigþórsdóttir. Varamenn í stjórn eru þeir Sigurjón Héðinsson og Steinþór Jónsson. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurjón Héðinsson, Hafliði Ragnarsson, formaður, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, Almar Þór Þorgeirsson, Davíð Þór Vilhjálmsson og Steinþór Jónsson. Á myndina vantar Róbert Óttarsson.

Kaka ársins er hraunkaka

12
Jan

Kaka ársins er hraunkaka

Úrslit í keppni um köku ársins hjá Landssambandi bakarameistara fór fram í beinni útsendingu í þættinum Vikan með Gísla Marteini síðastliðið föstudagskvöld. Þrjár kökur, sem þóttu skara fram úr í forkeppni í nóvember, kepptu að þessu sinni til úrslita. Gestir sjónvarpsþáttarins þau sr. Davíð Þór Jónsson, Vilhelm Þór Da Silva Neto, leikari, og Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri, skipuðu dómnefndina og varð kaka Garðars Tranberg hjá Bakarameistaranum fyrir valinu sem kaka ársins 2021. 

Ásamt köku Garðars þá voru það kökur frá Ólöfu Ólafsdóttur, hjá Mosfellsbakaríi og Sigurði Má Guðjónssyni, hjá Bernhöftsbakaríi sem kepptu til úrslita eftir að hafa komist áfram úr forkeppni sem haldin var í nóvember. 

Kaka Garðars er Góu hraunkaka með karamellumús og ferskju- og ástaraldinfrómas. Kakan verður sett í sölu í bakaríum Landssambands bakarameistara í tilefni konudagsins 21. febrúar næstkomandi.

Landssamband bakarameistara óskar Garðari til hamingju með köku ársins 2021

Iðnaðarráðherra tók á móti köku ársins

14
Feb

Iðnaðarráðherra tók á móti köku ársins

Iðnaðarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók á móti Köku ársins á skrifstofu sinni í atvinnuvegaráðuneytinu. Í Köku ársins 2020 er rjómasúkkulaði, saltkarmellumús og Nóa tromp. Höfundur kökunnar er Sigurður Alfreð Ingvarsson, bakari hjá bakaríinu Hjá Jóa Fel.

Landssamband bakarameistara efnir árlega til keppni um Köku ársins. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins. Keppnin var haldin í samstarfi við Nóa Siríus og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi Nóa tromp. Kaka ársins er nú til sölu í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land og verður til sölu það sem eftir er ársins.

Dómarar í keppninni voru Berglind Guðmundsdóttir, eigandi matarbloggsins Gulur, rauður, grænn og salt. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Nóa Síríus, og Berglind Guðjónsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins

Mennta- og menningarmálaráðherra fær fyrstu Köku ársins

19
Feb

Mennta- og menningarmálaráðherra fær fyrstu Köku ársins

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, tók á móti fyrstu Köku ársins í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í morgun.

Fullveldiskaka LABAK fæst víða um land

29

Fullveldiskaka LABAK fæst víða um land

Fullveldiskaka Landssambands bakarameistara, LABAK, er nú til sölu í bakaríum félagsmanna víða um land.

Súrdeigsbrauð eru vegan þrátt fyrir að innihalda mjólkursýru

22

Súrdeigsbrauð eru vegan þrátt fyrir að innihalda mjólkursýru

Mjólkursýrubakteríur (af ættbálknum lactobacillus) geta framleitt mjólkursýru með gerjun.

Lágkolvetnafæði dregur úr lífslíkum

05
Sep

Lágkolvetnafæði dregur úr lífslíkum

Nýlega voru birtar í viðurkenndu læknatímariti niðurstöður bandarískrar rannsóknar á lífslíkum þeirra sem nærast á mismunandi kolvetnaríku fæði.

Fullveldiskaka LABAK

05

Fullveldiskaka LABAK

Landssamband bakarameistara, LABAK, fagnar aldarafmæli fullveldis Íslands með því að hanna sérstaka fullveldisköku sem verður til sölu í bakaríum félagsmanna víða um land.

Nemakeppni í bakstri 2018

31
Ma

Nemakeppni í bakstri 2018

Nemakeppni Kornax í bakstri fór nýlega fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.

Síða 4 af 6