Bakarastéttin fagnar 190 ára sögu

25
Sep

Bakarastéttin fagnar 190 ára sögu

Dagurinn í dag er merkur í sögu bakaraiðnaðar á Íslandi en á þessum degi, þann 25. september árið 1834 opnaði fyrsta brauðgerð landsins eða fyrir 190 árum síðan.

Hinn danski Peter Christian Knudtzon, kaupmaður og þingmaður hafði þá reist húsnæði í Torfunni og var bakaraofn að finna í einu þeirra. Hann fékk þá þýskan bakarameistara að nafni Tönnies Daniel Bernhöft til starfa við brauðgerðina. Sá átti eftir að taka við rekstrinum og breytti nafni brauðgerðarinnar í Bernhöftsbakarí, og er það bakarí í rekstri enn þann dag í dag. Árið 1868 var síðan opnuð brauðgerð á Akureyri og voru bakaríin þá orðin tvö en þeim átti þá aðeins eftir að fjölga.

Bakarastéttin fagnar því 190 ára afmæli í dag og færir Landssamband bakarameistara, LABAK, bökurum landsins ásamt landsmönnum heillaóskir í tilefni dagsins.

 

Fjallað er um þessi tímamót í Morgunblaðinu þar sem Sigurður Már Guðjónsson, formaður LABAK og bakarameistari Bernhöftsbakarís, er til viðtals um sögu fyrirtækisins sem er samofin sögu bakarastéttarinnar og iðnaðar á Íslandi, en bakaríið er jafnframt elsta iðnfyrirtæki landsins.

Lesa má frétt Morgunblaðsins hér að neðan og hana má einnig nálgast hér: mbl.is.

 

Deila: