Um Landssamband bakarameistara
Markmið og tilgangur
Að safna saman í ein samtök öllum bakarameisturum og fyrirtækjum sem standa að rekstri brauða- og kökugerða, enda hafi þessi fyrirtæki í þjónustu sinni bakarameistara.
Að gæta hagsmuna sambandsaðila gagnvart opinberum aðilum og öðrum þeim sem sambandsaðilar skipta við. LABAK skal koma fram sem sameiginlegur aðili fyrir aðila að sambandinu að því er varðar hagsmunamál þeirra.
Að vinna að aukinni menntun, verkkunnáttu og vöruvöndun í greininni, svo og að standa fyrir kynningu og fræðslu á þeim sviðum er bakaraiðnina varðar.
Aðild að sambandinu
Rétt til aðildar að LABAK sem fullgildir meðlimir hafa allir bakarameistarar og fyrirtæki sem standa fyrir rekstri brauð- og kökugerða, enda hafi þessi fyrirtæki í þjónustu sinni bakarameistara. Aukafélagar geta þeir orðið sem verið hafa fullgildir aðilar en hættir eru störfum í greininni.
Aðild að heildarsamtökum
LABAK er aðili að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Eðli málsins samkvæmt eru aðilar að LABAK bundnir lögum, fyrirmælum og samþykktum þessara samtaka, bæði þeim sem nú gilda og þeim sem síðar kunna að verða sett á löglegan hátt.
Stjórn
Formaður:
Sigurður Már Guðjonsson
Aðrir í stjórn:
Sigurbjörg Sigþórsdóttir
Vilhjálmur Þorláksson
Varamenn í stjórn:
Sigurjón Héðinsson
Sigurður Örn Þorleifsson
Formenn frá upphafi
- Sigurður Már Guðjónsson - 2022 -
- Hafliði Ragnarsson - 2021 - 2022
- Sigurbjörg Sigþórsdóttir - 2020 - 2021 (settur formaður)
- Jóhannes Felixson – 2017 – 2020
- Jón Albert Kristinsson – 2014 – 2017
- Jóhannes Felixson – 2007 – 2014
- Reynir Carl Þorleifsson – 2004 – 2007
- Guðni Chr. Andreasen – 1997 – 2004
- Stefán Sandholt – 1993 -1997
- Jón Albert Kristinsson – 1991-1993
- Haraldur Friðriksson – 1986-1991
- Jóhannes Björnsson – 1984-1986
- Jón Albert Kristinsson – 1982-1984
- Jóhannes Björnsson – 1978-1982
- Kristinn Albertsson – 1976-1978
- Ragnar Eðvaldsson – 1974-1976
- Kristinn Albertsson – 1972-1974
- Haukur Friðriksson – 1970-1972
- Sigurður Bergsson – 1958-1970
Sagan
Ágrip af sögu Labak
Stofnun sambandsins
Landssamband bakarameistara var stofnað í Reykjavík þann 25. janúar 1958
Bakarí í iðnskólanum
Miðvikudaginn 29. janúar 1964 var hafin verkleg kennsla í bakaraiðn í Iðnskólanum í Reykjavík.
Bakað í 150 ár
Það sem öðru fremur setti svip sinn á starfsemi Landssambands bakarameistara á árinu 1984 var 150 ára afmæli brauðgerðariðnarinnar á Íslandi.
Reykjavík 200 ára
Það kom fljótlega í ljós að ekki var hægt að halda afmælisveislu nema hafa veglega afmælistertu.