Íslenska bakaralandsliðið keppir í Danmörku
Íslenska bakaralandsliðið tekur þátt í Nordic Bakery Cup 2018, sem fram fer í Herning í Danmörku 17.-19. mars næstkomandi.
Nemakeppni Kornax í bakstri – Forkeppnin haldin 2. mars
Forkeppni í nemakeppni Kornax í bakstri verður haldin 2. mars næstkomandi.
Kaka ársins afhent forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur
Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók á móti fyrstu Köku ársins frá formanni Landssambands bakarameistara, Jóhannesi Felixsyni, höfundi kökunnar, Sigurði Má Guðjónssyni, og framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, Sigurði Hannessyni, í Bernhöftsbakaríi í síðustu viku.
Ungur bakarasveinn hlýtur silfurverðlaun Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík
Gunnlaugur Arnar Ingason, bakari, fékk afhent silfurverðlaun Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík á nýsveinahátíð félagsins á laugardaginn, fyrir afburða árangur á sveinsprófi.
Framtíðarsýn LABAK breytt til að taka af öll tvímæli
Í svarbréfi Landssambands bakarameistara, LABAK, til Samkeppniseftirlitsins kemur fram að framtíðarsýn félagsins hafi nú þegar verið breytt til að taka af öll tvímæli um þau atriði sem Samkeppniseftirlitið gerði athugasemdir við í stefnulýsingu LABAK frá stefnumótunarfundi samtakanna sem haldinn var 14. október 2016.
Íslenska bakaralandsliðið keppir í Stokkhólmi um helgina
Íslenska bakaralandsliðið tekur þátt í Norðurlandakeppni í bakstri sem fram fer í Stokkhólmi um næstu helgi. Í landsliðinu eru sex ungir bakarar sem hafa á undanförnum mánuðum æft sig í gerð ýmis konar brauðmetis og gerð skrautstykkis.
Berjadagar í bakaríum landsins
Landssamband bakarameistara, LABAK, efnir til berjadaga í bakaríum í septembermánuði. Tilefnið er uppskerutími berja og munu bakaríin bjóða upp á fjölbreytt úrval af vörum sem innihalda ber.
Bakarar styrkja krabbameinsrannsóknir um 1 milljón króna
Landssamband bakarameistara, LABAK, hefur afhent styrktarfélaginu Göngum saman styrk að upphæð 1 milljón króna sem safnaðist með sölu á brjóstabollum í maí síðastliðnum.
Bakarar selja brjóstabollur til styrktar krabbameinsrannsóknum
Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 11.-14. maí.
Úrslit í Nemakeppni í bakstri
Gunnlaugur Arnar Ingason frá Valgeirsbakaríi varð í fyrsta sæti í úrslitakeppninni í bakstri sem fram fór á Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum í Laugardalshöllinni. Aðrir keppendur í úrslitakeppninni voru Stefán Pétur Bachmann Bjarnason frá Passion og Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir frá Sandholt.