Um Landssamband bakarameistara

Markmið og tilgangur

Að safna saman í ein samtök öllum bakarameisturum og fyrirtækjum sem standa að rekstri brauða- og kökugerða, enda hafi þessi fyrirtæki í þjónustu sinni bakarameistara.
Að gæta hagsmuna sambandsaðila gagnvart opinberum aðilum og öðrum þeim sem sambandsaðilar skipta við. LABAK skal koma fram sem sameiginlegur aðili fyrir aðila að sambandinu að því er varðar hagsmunamál þeirra.
Að vinna að aukinni menntun, verkkunnáttu og vöruvöndun í greininni, svo og að standa fyrir kynningu og fræðslu á þeim sviðum er bakaraiðnina varðar.

  • Aðild að sambandinu

    Rétt til aðildar að LABAK sem fullgildir meðlimir hafa allir bakarameistarar og fyrirtæki sem standa fyrir rekstri brauð- og kökugerða, enda hafi þessi fyrirtæki í þjónustu sinni bakarameistara.  Aukafélagar geta þeir orðið sem verið hafa fullgildir aðilar en hættir eru störfum í greininni.

  • Aðild að heildarsamtökum

    LABAK er aðili að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins.  Eðli málsins samkvæmt eru aðilar að LABAK bundnir lögum, fyrirmælum og samþykktum þessara samtaka, bæði þeim sem nú gilda og þeim sem síðar kunna að verða sett á löglegan hátt.

Markmið