Íslenska liðið náði öðru sæti á Norðurlandamótinu í bakstri

16
Sep

Íslenska liðið náði öðru sæti á Norðurlandamótinu í bakstri

Íslenska landsliðið í bakstri náði glæstum árangri á Norðurlandamótinu í bakstri, Nordic Cup, sem fram fór í Berlín dagana 28. - 31. ágúst sl.

 

Liðið er skipað þeim Finni Prigge, Matthildi Ósk Guðbjörnsdóttur og Sunnevu Kristjánsdóttur og óskar LABAK þeim innilega til hamingju með glæstan árangur. Þetta er annað árið í röð sem íslenska liðið vinnur til silfurs á Norðurlandamótinu og því ljóst að bakaraiðnin á Íslandi er í miklum blóma um þessar mundir.

 

Í ár voru það Svíar sem voru hlutskarpastir og sigruðu keppnina og Norðmenn lentu í þriðja sæti.

 

Nánar er fjallað um keppnina á vef Morgunblaðsins sem nálgast má hér: mbl.is.  

Deila: