Nýsveinar í bakaraiðn tóku á móti sveinsbréfum sínum
Þriðjudaginn 17. september sl. fór fram afhending sveinsbréfa til nýsveina á Hótel Nordica við hátíðlega athöfn.
Þar fengu alls 13 nýsveinar í bakaraiðn afhent sveinsbréf sín, en þetta er fjölmennasti hópur nýsveina í greininni síðan árið 2000.
Sigurður Már Guðjónsson, formaður LABAK og sveinsprófsnefndar, afhenti nýsveinum sveinsbréf sín ásamt viðurkenningu frá LABAK.
Fjölmenn athöfn
Afhending sveinsbréfa var afar fjölmenn að þessu sinni. Alls fengu 223 nýsveinar afhent sveinsbréf sín og voru afhent sveinsbréf í alls 16 mismunandi iðngreinum.
Þar voru auk nýsveina í bakaraiðn nýsveinar í bifreiðasmíði, bifreiðamálun, blikksmíði, framreiðslu, húsgagnabólstrun, húsgagnasmíði, kjötiðn, matreiðslu, málaraiðn, múraraiðn, pípulögnum, stálsmíði, veggfóðrun, dúkalögn og veiðafæratækni.
Fjölmennasti hópurinn voru nýsveinar í húsasmíði en í þeirri grein voru alls 81 sveinsbréf afhent.
Landssamband bakarameistara óskar öllum nýsveinum innilega til hamingju með áfangann og glæstan árangur.
Nánar er fjallað um athöfnina á vef Morgunblaðsins, hér á mbl.is.