LABAK þakkar Árvakri og Sjöfn Þórðardóttur fyrir vandaða umfjöllun

10
Okt

LABAK þakkar Árvakri og Sjöfn Þórðardóttur fyrir vandaða umfjöllun

LABAK veitti Árvakri hf. og Sjöfn Þórðardóttur viðurkenningu og þakklætisvott fyrir vandaða og góða umfjöllun í tengslum við Heimsmót ungra bakara UIBC sem haldið var hér á landi dagana 3. - 5. júní 2024.

 

Umfjöllun Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, og Sjafnar, umsjónarmanns Matarvefs mbl.is, vakti mikla athygli og var verðugt framlag til skráningar sögulegs viðburðar hér á landi. Fyrir þessa góðu umfjöllun, sem er til þess fallin að efla hróður bakarastéttarinnar hér á landi, vildi Landssamband bakarameistara þakka og veitti Sigurður Már Guðjónsson, formaður LABAK, Sjöfn og Árvakri hf. viðurkenningar í Hádegismóum fyrir hönd landssambandsins.

 

Umfjöllun má nálgast hér:á vef mbl.is.

 

Deila: