Nemakeppni í bakstri 2018

31
Ma

Nemakeppni í bakstri 2018

Nemakeppni Kornax í bakstri fór nýlega fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.

Þrír nemar kepptu til úrslita, þau Hákon Hilmarsson frá Aðalbakaranum á Siglufirði, Karen Eva Harðardóttir frá Brauð og co og Viðar Logi Pétursson frá Brikk í Hafnarfirði.

Þau höfðu áður verið valin út stærri hópi sem tók þátt í forkeppni. Úrslit urðu þau að Karen Eva hreppti fyrsta sætið, Viðar Logi varð í öðru sæti og Hákon í því þriðja. LABAK óskar þessu glæsilega og hæfileikaríka fólki til hamingju með frammistöðuna.

Deila: