Karen Guðmundsdóttir Karen Guðmundsdóttir

14
Okt

Karen sigurvergari í Nemakeppni ársins

Nemakeppni Kornax í bakstri fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi fimmtudaginn 13. október.

Sex keppendur, fjórar stúlkur og tveir piltar öll á fyrsta ári í bakaraiðn, tóku þátt í keppninni og sýndu sínar bestu hliðar. 
Karen Guðmundsdóttir, hjá Gulla Arnar í Hafnarfirði, sigraði í keppninni með glæisbrag. 

Í öðru sæti var Pálmi Hrafn Gunnarsson hjá Passion og Sunnevea Kristjánsdóttir í Sandholtsbakaríi hreppti þriðja sætið. 

Dómarar voru í keppninni voru þau Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakararmeistara. Elenora Rós bakari og áhrifavaldur og Haukur Guðmundsson yfirbakari hjá IKEA.

Landssamband bakarameistara óskar öllum keppendum innilega til hamingju með framúrskarandi keppni.  

 

 

Deila: