Forðumst fúsk og svarta atvinnustarfsemi
Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara, varar við fúski og svartri atvinnustarfsemi.
Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Sigurð þar sem hann bendir á þær hættur sem við blasa í áformum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra, iðnaðar, háskóla og nýsköpunar, um að leggja niður núverandi kerfi um lögverndun starfsgreina aðför að fagmennsku. Sigurður óttast að svört atvinnustarfsemi og fúsk muni taka við.
Í viðtalinu kemur fram að Sigurður telur þau áform ráðuneytis um að að forgangsraða hvar lögverndun er mikilvæg og að ryðja í burt aðgangshindrunum glapræði. Því til stuðnings bendir hann á að í Þýskalandi hafi lögverndun starfsheita verið gefin frjálst árið 2004 en Þjóðverjar hafi tekið upp fyrra fyrirkomulag lögverndunar árið 2020 að nýju. Slíkt mun draga úr fagmennsku og gæðum og svört atvinnustarfsemi mun aukast, segir Sigurður í viðtalinu.
Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni á mbl.is: