Rúnar Felixson bar sigur úr býtum
Úrslit keppninnar um Köku ársins 2022 fór fram í dag en fjórar kökur sem komust áfram í undankeppni fóru fyrir dómnefnd. Það var síðan Rúnar Felixson hjá Mosfellsbakaríi sem bar sigur úr bítum með köku sem er með pistasíu-mousse með Creme-Brulee-miðju, hindberjageli og stökkum pistasíubotni, hjúpuð súkkulaði og toppuð með pistasíu kremi. Rúnar átti tvær kökur í úrslitum þetta árið en kaka Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur, samstarfsfélagi hans hjá Mosfellsbakaríi, lenti í öðru sæti. Karsten Rummelhoff frá Sauðárkróksbakaríi lenti í þriðja sæti.
Dómnefndin var vel skipuð í ár en hana skipuðu þau Eggert Jónsson, bakari og konditor, Þórey Lovísa Sigmundardóttir, yfirbakari á Héðni, Linda Ben., matarbloggari og samfélagsmiðlastjarna og Þóra Kolbrá Sigurðardóttir hjá matarvef Morgunblaðsins.
Kaka ársins fer í sölu þann 17. febrúar 2022