Kaka ársins Kaka ársins Birgir Ísleifur Gunnarsson

20

Rúnar Felixson bar sigur úr býtum

Úrslit keppninnar um Köku ársins 2022 fór fram í dag en fjórar kökur sem komust áfram í undankeppni fóru fyrir dómnefnd. Það var síðan Rún­ar Felix­son hjá Mos­fells­baka­ríi sem bar sig­ur úr bít­um með köku sem er með pistasíu-mousse með Creme-Brulee-miðju, hindberjageli og stökkum pistasíubotni, hjúpuð súkkulaði og toppuð með pistasíu kremi. Rúnar átti tvær kökur í úrslitum þetta árið en kaka Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur, samstarfsfélagi hans hjá Mosfellsbakaríi, lenti í öðru sæti. Karsten Rummelhoff frá Sauðárkróksbakaríi lenti í þriðja sæti.

Dóm­nefnd­in var vel skipuð í ár en hana skipuðu þau Eggert Jóns­son, bak­ari og konditor, Þórey Lovísa Sig­mund­ar­dótt­ir, yf­ir­bak­ari á Héðni, Linda Ben., mat­ar­blogg­ari og sam­fé­lags­miðlastjarna og Þóra Kolbrá Sigurðardóttir hjá matarvef Morgunblaðsins. 

Kaka ársins fer í sölu þann 17. febrúar 2022

Deila: