Brezel kringlan er bökuð á Íslandi mbl.is/Kristinn Magnússon

23

Brezel kringlan er bökuð á Íslandi

Brezel er rakið til suður Þýskalands, réttara til Baden Württem­berg í Þýskalandi. Brezel hef­ur verið í skjaldar­merki þýskra bak­ara í tæp 1000 ár en elstu heim­ild­ir um brezel ná aft­ur til 5. ald­ar eft­ir Krist og er það talið tengjast í róm­verska hring­brauðinu. Að jafnaði er talað um þrjár mis­mun­andi teg­und­ir af brezel eða „Die schwäbische Brezel“, „Die bayerische Brezen“ og „Die badische Brezel“. Þetta er meðal efnis sem fram kom í viðtali við Sigurð Má Guðjónsson, formanni Landssamband bakarameistara, í morgunblaðinu þann 29. maí sl. Sigurður sem á og rekur Bernhöftsbakarí bakar daglega brezel sem á rætur að rekja til Sváfalands eða Swaben-héraðs í Bæjaralandi. 

Viðtalið við Sigurð má lesa á vef Morgunblaðsins    

 

Deila: