Hekla Guðrún sigurvegari í Nemakeppni Kornax

15
Okt

Hekla Guðrún sigurvegari í Nemakeppni Kornax

Hekla Guðrún Þrast­ar­dótt­ir bakaranemi hjá Hyg­ge bakaríi sigraði Nemakeppn­i Kornax. Alls voru sex nemendur, allt konur, sem komust í úrslit keppninnar. Í öðru sæti lenti Guðbjörg Sal­vör Skarp­héðins­dótt­ir frá Kök­ulist og í því þriðja lenti Lovísa Þórey Björg­vins­dótt­ir frá Bæj­ar­bakarí Hafnarfirði.

Keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 1998 og hefur Kornax verið meginstyrktaraðili keppninnar frá upphafi. Eins og síðustu ár veitti Landssamband bakarameistara þremur efstu keppendum vegleg þátttökuverðlaun.

Matarblað Morgunblaðsins fjallaði faglega um keppnina á MBL.is

 

 

 

Deila: