Góður árangur íslenska liðsins á heimsmóti ungra bakara

07

Góður árangur íslenska liðsins á heimsmóti ungra bakara

Heimsmót ungra bakara árið 2024 var haldið hér á landi í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi dagana 3. - 5. júní. Landssamband bakarameistara (LABAK) hélt keppnina en er þetta jafnframt í fyrsta skiptið sem heimsmót sem þetta er haldið á Íslandi og þá er Ísland fyrst Norðurlandanna til að halda slíkt mót. Keppnin var afar jöfn og hart var barist um verðlaunasætin, en yfirdómari keppninnar, Bernd Kutscher, upplýsti um að aðeins herslumunur hafi verið á liðunum sem enduðu í 1. - 5. sæti.

Alls tóku lið frá sjö ríkjum þátt, þ.e. Frakkland, Ísland, Kína, Spánn, Svíþjóð, Ungverjaland og Þýskaland. Fyrsta sæti keppninnar hreppti lið Svíþjóðar, skipað þeim Mathildu Jacob, Juliu Holmqvist og Mattias Jogmark. Í öðru sæti lenti lið Spánar, skipað þeim Isa­bela García Castillo, Mónica Rufi­án og Jes­us Sanchez Lopez. Þriðja sætið hlaut lið Frakklands, skipað Romain Benat, Antoine Mar­in og Michael Chesno­ard.

Þá veitti Bernd Kutscher, yfirdómari einnig sérstök verðlaun. Lið Ungverjalands hlaut verðlaun sem nýliðar en þetta var í fyrsta skiptið sem lið frá Ungverjalandi tekur þátt. Kínverska liðið halut verðlaun fyrir afar glæsilegt sýningarstykki og þá hlaut íslenska liðið sérstök verðlaun fyrir hugarfar og áræðni, en íslenska liðið var skipað þeim Heklu Guðrúnu Þrastardóttur, Stafaníu Malen Guðmundsdóttur og Stefáni Bachmann.

Keppnin hefur verið haldin af In­ternati­onal Uni­on of Bakers & Con­fecti­oners (UIBC), alþjóðasamtökum bakara og kökugerðarmanna, allt frá árinu 1972 en eins og áður segir hefur hún aldrei verið haldin af Norðurlandi fyrr. Keppendur voru að vonum ánægðir með það utanumhald og aðstöðu sem LABAK bauð upp á og hlaut Sigurður Már Guðjónsson, formaður LABAK, mikið lof fyrir skipulagið og vinnuna við þessa glæsilegu keppni.

 

Keppendur að lokinni athöfn


Micka­el Chesnou­ard, formaður IUBCSigurður Már Guðjónsson, formaður LABAKHekla Guðrún og Stefanía Malen
Franska borðið
Þýska borðið
Þýska borðið
Íslenska borðið
Kínverska borðið
Kínverska sýningarstykkið
Ungverska borðið
Spænska borðið
Spænska sýningarstykkið
Sænska borðið

Deila: