Þrettán nemar þreyttu sveinspróf í bakaraiðn

30
Ma

Þrettán nemar þreyttu sveinspróf í bakaraiðn

Í dag, fimmtudaginn 30. maí 2024, þreyttu alls þrettán nemar í bakaraiðn sveinspróf. Í þetta skiptið voru konur í meirihluta en alls sjö konur og sex karlar luku sveinsprófum sínum í dag.

 

Ekki hafa fleiri nemar verið skráðir til sveinsprófs í bakaraiðn síðan árið 2000. Gefur þetta afar góð fyrirheit fyrir framtíðina og ljóst er að áhugi á bakaraiðn hefur aukist frekar en hitt. Sig­urður Már Guðjóns­son formaður LABAK sem er jafnframt formaður sveins­prófs­nefnd­ar­inn­ar var að vonum ánægður með daginn, fjölda nemenda og gæði prófanna, „glæsileg sveinspróf sem þessi boða bjarta framtíð fyrir stéttina“ var haft eftir honum við tilefnið.

Nánari umfjöllun má nálgast á vef mbl.is hér.

 

Nemarnir sem þreyttu sveinspróf sín í dag eru:

Birg­ir Fann­ar Sig­urðar­son, Alm­ar bak­ari

Darri Dór Orra­son, Reyn­ir bak­ari

Finn­ur Guðberg Ívars­son Prigge, Kök­ulist/Bláa lónið

Guðbjörg Ósk Andrea­sen Gunn­ars­dótt­ir, Brikk

Gunn­ar Jök­ull Hjalta­son, Mos­fells­bakarí

Hekla Guðrún Þrast­ar­dótt­ir, Hyg­ge

Kar­en Guðmunds­dótt­ir, Gulli Arn­ar

Lovísa Þórey Björg­vins­dótt­ir, Bæj­ar­bakarí

Matt­hild­ur Ósk Guðbjörns­dótt­ir, Gulli Arn­ar

Mika­el Sæv­ars­son, Kalla bakarí

Óli Steinn Steinþórs­son, Gæðabakst­ur

Pálmi Hrafn Gunn­ars­son, Ikea

Sunn­eva Kristjáns­dótt­ir, Sand­holt

 

Landssamband bakarameistara óskar nýsveinum innilega til hamingju með áfangann og velfarnaðar í komandi störfum.

 

Deila: