Þrettán nemar þreyttu sveinspróf í bakaraiðn
Í dag, fimmtudaginn 30. maí 2024, þreyttu alls þrettán nemar í bakaraiðn sveinspróf. Í þetta skiptið voru konur í meirihluta en alls sjö konur og sex karlar luku sveinsprófum sínum í dag.
Ekki hafa fleiri nemar verið skráðir til sveinsprófs í bakaraiðn síðan árið 2000. Gefur þetta afar góð fyrirheit fyrir framtíðina og ljóst er að áhugi á bakaraiðn hefur aukist frekar en hitt. Sigurður Már Guðjónsson formaður LABAK sem er jafnframt formaður sveinsprófsnefndarinnar var að vonum ánægður með daginn, fjölda nemenda og gæði prófanna, „glæsileg sveinspróf sem þessi boða bjarta framtíð fyrir stéttina“ var haft eftir honum við tilefnið.
Nánari umfjöllun má nálgast á vef mbl.is hér.
Nemarnir sem þreyttu sveinspróf sín í dag eru:
Birgir Fannar Sigurðarson, Almar bakari
Darri Dór Orrason, Reynir bakari
Finnur Guðberg Ívarsson Prigge, Kökulist/Bláa lónið
Guðbjörg Ósk Andreasen Gunnarsdóttir, Brikk
Gunnar Jökull Hjaltason, Mosfellsbakarí
Hekla Guðrún Þrastardóttir, Hygge
Karen Guðmundsdóttir, Gulli Arnar
Lovísa Þórey Björgvinsdóttir, Bæjarbakarí
Matthildur Ósk Guðbjörnsdóttir, Gulli Arnar
Mikael Sævarsson, Kalla bakarí
Óli Steinn Steinþórsson, Gæðabakstur
Pálmi Hrafn Gunnarsson, Ikea
Sunneva Kristjánsdóttir, Sandholt
Landssamband bakarameistara óskar nýsveinum innilega til hamingju með áfangann og velfarnaðar í komandi störfum.