Nina Métayer fyrst kvenna sem kökugerðarmaður ársins

20
Des

Nina Métayer fyrst kvenna sem kökugerðarmaður ársins

Franska kökugerðarkonan Nina Métayer var útnenfd Alþjóðlegi kökugerðarmaður ársins af Alþjóðasamtökum bakara og kökugerðarmanna (UIBC). Nina tekur við titlinum af Sigurði Má í Bernhöftsbakaríi sem lyfti titlinum síðast. 

Sigurður sem á dögunum var kosinn í stjórn Alþjóðasamtakanna var einnig sæmdur nýju heiðursmerki samtakanna, Select Club. Af þeim sökum kemur það í hans hlut að velja bakara og kökugerðarmann ársins og skipa í heiðursklúbbinn. 
Í samtali við Morgunblaðið greindi Sigurður frá því að afar ánægjulegt væri að vígja Ninu inn í heiðursklúbbinn, Select Club, sem er hin nýja frægðarhöll bakara og kökugerðarmanna. 
Hin franska Nina hefur vakið mikla athygli á síðustu árum í heimalandi sínu, var til að mynda valin kökugerðarmaður ársins af hinu virta tímariti LeChef og ári síðar hlotnaðist henni sambærilegur heiður þegar franska handbókin Gault & Millau útnefndi hana sem bakara ársins. 

Greint var frá þessu í Morgunblaðinu sem má nálgast hér

Deila: