Ungur bakarasveinn hlýtur silfurverðlaun Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík

07
Feb

Ungur bakarasveinn hlýtur silfurverðlaun Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík

Gunnlaugur Arnar Ingason, bakari, fékk afhent silfurverðlaun Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík á nýsveinahátíð félagsins á laugardaginn, fyrir afburða árangur á sveinsprófi.

Jafnframt fékk hann afhentan námsstyrk frá Alcoa Fjarðaáli við sama tækifæri. Gunnlaugur lauk sveinsprófi í bakaraiðn á síðasta ári. Hann stundar nú nám í kökugerð í Danmörku. Landssamband bakarameistara óskar Gunnlaugi hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.

Á myndinni eru frá vinstri: Jón Rúnar Arilíusson, meistari Gunnlaugs, Gunnlaugur Arnar og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Myndina tók Jón Svavarsson, ljósmyndari.

Deila: