Berjadagar í bakaríum landsins
Landssamband bakarameistara, LABAK, efnir til berjadaga í bakaríum í septembermánuði. Tilefnið er uppskerutími berja og munu bakaríin bjóða upp á fjölbreytt úrval af vörum sem innihalda ber.
Landsmenn geta þannig komið við í sínu bakaríi og nálgast bakkelsi og brauðvörur með ýmsum tegundum af berjum allan mánuðinn. Í Landssambandi bakarameistara eru rúmlega þrjátíu bakarí sem eru með sölustaði út um allt land.