Úrslit í Nemakeppni í bakstri
Gunnlaugur Arnar Ingason frá Valgeirsbakaríi varð í fyrsta sæti í úrslitakeppninni í bakstri sem fram fór á Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum í Laugardalshöllinni. Aðrir keppendur í úrslitakeppninni voru Stefán Pétur Bachmann Bjarnason frá Passion og Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir frá Sandholt.
Að nemakeppninni í bakstri standa Landssamband bakarameistarara (LABAK), Klúbbur bakarameistara, Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi, Matvís og Kornax sem er aðalstyrktaraðili keppninnar. Forkeppni fór fram í Hótel- og matvælaskólanum 10. mars þar sem ofangreindir þrír keppendur voru valdir til að keppa til úrslita.