Nemakeppni í bakstri 2017

07
Mar

Nemakeppni í bakstri 2017

Forkeppni vegna nemakeppni Kornax í bakstri fer fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi föstudaginn 10. mars.

Átta nemendur eru skráðir í keppnina. Þrír af þeim komast áfram í úrslitakeppni sem fer fram á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Laugardalshöll 16.-18. mars. Vegleg verðlaun eru í boði.

Dómarar í keppninni verða Sigurður E Baldvinsson, yfirdómari, Birgir Þór Sigurjónsson, Henry Þór Reynirsson og Íris Björk Óskarsdóttir.

Deila: