Nemakeppni Kornax í bakstri – Forkeppnin haldin 2. mars
Forkeppni í nemakeppni Kornax í bakstri verður haldin 2. mars næstkomandi.
Keppnin fer fram í bakaradeild stofu v207 í Hótel- matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi.
Keppendur
Hópur 1.
Mæting kl 8:30 í Björnsstofu, föst. 2. mars. – kl. 9.00-14:00
Víðir Valle, IKEA
Viðar Logi Pétursson, Bikk
Jófríður Kristjana Gísladóttir, Kruðerí
Hópur 2.
Mæting 14:00 í Björnsstofu, föst. 2. mars. – kl. 14.30-19:30
Hrólfur Erling Guðmundsson, Hjá Jóa Fel
Karen Eva Harđardòttir, Brauð & co
Hákon Hilmarsson, Aðalbakarinn Siglufirði
Úrslit verða kynnt samdægurs um klukkan 20:30.
Keppnisfyrirkomulag og reglur:
A. – 1 stór brauðategund 500 – 800 gr. 10 stk. af teg. Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.
B. – 1 smábrauðategund 30 stk. á 40 – 80 gr. Þema : morgunverðar brauð. Ekki leyft að rúlla smjörlíki í deigið. Að öðru leyti frjálst.
C. – 3 vínarbrauðstegundir 40 – 70 gr. eftir bakstur. 20 stk. af tegund. Frjáls úrvinnsla úr afgangi af deigi, þó að hámarki úr 500 gr. af deigi.
D. – Skraut stykki. Frjálst þema.
E. – Uppstilling á fyrirfram dúkað borð í Björnsstofu. Stærð ca. 120 x 80 cm. með hvítum dúkum.
Sérstök athygli skal vakin á því að ekkert annað en keppnisframleiðslan er leyfð á borðið.
Tímaröðun keppenda verður tilkynnt síðar
Keppnisreglur í forkeppninni
Keppendur hafa 5 klst. sem þeir mega nota að vild.
Ath. allt mjöl og korn skal vera frá Kornax og verður það ásamt öllum grunn-hráefnum á keppnisstað.
Engar mjölblöndur (brauðamix) eru leyfðar.
Keppendum er heimilt að nota hjálparefni svo sem gernæringarefni, súrdeig, litarefni o.þ.h. að höfðu samráði við dómara.
Keppendum er heimilt að koma með slík efni með sér ef þau eru ekki til á keppnisstað en tilkynna skal um slíkt fyrirfram.
Öll deig skulu vera fyrirfram útreiknuð og nákvæmlega löguð. Deig afgangar mega ekki vera meiri en 250 grömm í hverri deigtegund.
Reiknuð eru 5 refsistig fyrir hver byrjuð 250 grömm eftir það.
Keppendur verða að hafa lokið öllum frágangi á vinnustöð og í bakaríi ásamt uppstillingu á 5 klst.
Reiknuð eru 5 refsistig á hverjar byrjaðar 5 mínútur sem keppandi fer umfram 5 klukkustundir. (keppandi stöðvaður eftir 15 mín.)
Þegar keppandi hefur lokið öllu skal hann láta dómara vita.
Keppendur mega koma með skrautdeig útrúllað, tilbúð til að skera út, fyllingar og glassúr.
Mynd:
Sigurvegari í Nemakeppni KORNAX árið 2016 og 2017, Gunnlaugur Arnar Ingason, en hann lauk sveinsprófi í bakaraiðn á síðasta ári.
Mynd: kornax.is